Smátímasögur - Fyrir þig

115 – Hún er systir okkar núna, sagði hin gullinhærða Glódís brosandi og benti í áttina að svanatjörninni. Harpa lá lífvana á gylltu klæði sem sveif yfir tjörninni. Á bakkanum stóð bros- mild álfadís í purpurarauðum kufli og spilaði á gyllta hörpu. – Sóldísi vantar raunverulegan hörpuslátt, sagði hin dökka Bergdís og benti á þriðju systurina. – Það skal aldrei verða, sagði Valur og ætlaði að hlaupa til Hörpu. Hann komst þó hvergi því Glódís lyfti höndum og hreyfði fingurna ofurvarlega.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=