Smátímasögur - Fyrir þig

113 Stundin fraus eins og foss í klakaböndum. Köttur í lausu lofti yfir grindverki. Bílstjóri hreyfingarlaus í miðju stökki. Systir hans liggjandi í götunni. Yfir henni litríkir konfektmolar á lofti. Skýin líkt og máluð föst á himininn. Tvær verur grúfðu sig yfir barnið. Önnur sveipaði Hörpu gylltu klæði. Þær lyftu henni varfærnislega og báru í klæðinu á milli sín. Valur var dofinn en hjólaði niður götuna eins hratt og hann gat. – Nei! kallaði hann. – Stopp! Hvað er að gerast? Hann hentist af hjólinu og hljóp á eftir svífandi dísunum. Þær litu um öxl, sáu Val koma æðandi, hlógu og skríktu og hröðuðu för. Til baka eftir gangstéttinni, fram hjá húsunum og upp í klettana. Af einni syllu á aðra. Valur hljóp sem mest hann mátti, fram hjá frosnum fugli á flugi og stjörfummanni á bekk.Hann sá verurnar fram undan þar sem þær flögruðu auðveldlega upp í klettana með systur hans. Skyndilega tóku þær tilhlaup eftir klöppinni, stukku yfir gjá og svifu beint á klettavegg. Kletturinn opnaðist og þær hurfu inn í hann líkt og þær hefðu vaðið inn í svartan skýhnoðra. Valur hljóp eftir klöppinni, hikaði hvergi, stökk yfir gljúfr- ið. Hann sveif inn í myrkrið á eftir álfadísunum. Hann fann hvernig kuldinn umlukti hann. Hann fálmaði sig áfram í kæfandi, ísköldu klettamyrkri. Skyndilega skall

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=