Smátímasögur - Fyrir þig

112 – Já, galaði sú dökka. – Og hún fær gersemar og grænar grundir í staðinn. Harpa hljóp sem mest hún mátti. Hún sá kött skjótast yfir götuna. Grár sendiferðabíll brunaði eftir malbikinu. Hún sá hann ekki. Harpa grét og hljóp. – Já, og hún fær silki og syngjandi fiðrildi, hrópaði sú svart- hærða dansandi. – Gull og glitrandi kórónur, lifandi ljósálfa, fljúgandi himnasæng, kristalshallir og hvíta hrafna, sönglaði sú ljósa. – Hún fær silfurvagn og síkáta þjóna, margraddaðan morgunsöng og kryddaðar kransakökur. Þær hlupu, stukku, svifu og sveimuðu. – Í staðinn fáum við hug og hjarta, hvíslaði dísin dökka eftirvæntingarfull. Hörpu fannst hún vera að springa. Komast í skólann, hugsaði hún. Ég þarf að komast í skólann. Hún hljóp út á götuna. Valur kom brunandi fyrir hornið. Hann sá kött stökkva yfir grindverk. Hann horfði á gráan sendiferðabíl koma æðandi og Hörpu í bleikri úlpu þjóta út á götuna. Bíllinn tók sveig. Á sama andartaki sá hann systur sína kastast áfram. Bílstjórinn snarhemlaði, greip um höfuð sér, reif upp bílhurðina og stökk út. Valur hjólaði af öllum lífs- og sálarkröftum en veröldin hægði á sér og það var eins og hann kæmist ekki nógu hratt. Tíminn stóð kyrr.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=