Smátímasögur - Fyrir þig

111 – Leyfðu okkur að sjá. Þær kröfsuðu í hana með fingurgómunum. – Er þetta fjársjóður? – Nei, bara gjöf, svaraði Harpa óttaslegin. – Við viljum fjársjóð, hvæsti sú dökka. – Hjartasjóð og lífsglóð, sönglaði hin. – Æskuljóð og ævislóð. – Lítið fljóð og öll þess hljóð. – Gefðu, gefðu. Við viljum allt. Nú ólmuðust þær kringum Hörpu líkt og flugur í ljósi. – Komdu, hjartahlý, klettinn í, vældu þær í sífellu. Harpa braust út úr hringdansinum. Skelfingin greip hana og hún hljóp eins og fætur toguðu. – Fariði! hrópaði hún. Harpa hélt fast um konfektpokann og æddi í dauðans angist áfram eftir stéttinni. Skólataskan kastaðist til á bakinu. Stelpurnar flögruðu fyrirhafnarlaust í kringum hana. Þær hlógu, hrópuðu og þrifu í hana með fingrunum. – Gefðu okkur hjartasjóðinn, hrópaði sú ljósa. – Og allt sem þú ert og allt sem þú verður, hvíslaði dökk- leita veran. – Við viljum eiga allt sem þér finnst. – Og líka það sem þér finnst um að finnast. – Við viljum ráða viljanum, hvísluðu þær. – Og stjórna hörpuslættinum, sagði sú ljósa hlæjandi og faðmaði vinkonu sína.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=