Smátímasögur - Fyrir þig

110 sem hún kastaði í sífellu frá augunum með höfuðhnykkjum. Hörpu fannst þær hafa óþægilega hvasst augnaráð – eiginlega grimmilegt, svona stingandi augu sem sjá í gegnum holt og hæðir – en um leið svo heillandi og seiðandi. – Ertu heyrnarlaus? spurði sú ljósa. – Nei, svaraði Harpa og reif sig lausa.Hún greikkaði sporið. Þær fylgdu henni fast eftir. – Víst áttu pening, sagði ljóshærða stelpan og hló. – Við náum honum af þér ef við viljum. Það er langbest að láta okkur bara strax fá það sem við biðjum um. – Ég er ekki með peninga, hvíslaði Harpa óttaslegin og hljóp við fót. – Þú verður að gefa eitthvað. Þú kemst ekki frá okkur án þess að gefa. Gefðu, gefðu, gefðu! söngluðu þær í kór. – Hvað ertu með í pokanum? spurði önnur og nú valhopp- uðu þær í kringum Hörpu svo hana sundlaði. – Hvað er í pokanum? – Eitthvað sem við viljum fá?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=