Smátímasögur - Fyrir þig

109 Tvær stelpur fylgdust með henni úr fjarlægð þar sem hún arkaði áfram muldrandi fyrir munni sér. Þær stóðu uppi á hömrunum og virtu hana fyrir sér. Þær störðu á hana eins og ránfuglar á bráð. Það var svalt í veðri. Harpa fann það og tosaði hettuna yfir höfuðið um leið og hún strunsaði fram hjá eldri manni sem sat og hvíldi sig á bekk. – Áttu pening? spurði önnur stelpnanna sem birtust fyrir- varalaust við hlið Hörpu. Henni fannst eins og þær hefðu sprottið upp úr jörðinni. – Ha? Harpa staldraði við, hélt fast um pokann og virti stelpurnar fyrir sér. – Áttu pening? endurtók svarthærða stelpan og þreif í skólatöskuna sem Harpa var með á bakinu. Valur gaf mömmu þeirra tesopa og hjálpaði henni á klósettið áður en hann æddi út úr dyrunum. Hún var betri í dag en í gær, hélt niðri matnum þrátt fyrir sterku lyfin. Það er gott, hugsaði Valur og stökk á hjólið. Valur þaut áfram sömu leið og systir hans – í sama skólann. Of seinn, alltaf á síðustu stundu, hugsaði þessi sextán ára sláni sem rann eftir götunni á alltof litlu reiðhjóli. Harpa kannaðist ekki við stelpurnar. Þær virtust vera að minnsta kosti fjórtán ára gamlar. Önnur hafði ljósa og hrokkna lokka niður á bak en hin svart og fagurgljáandi hár

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=