Smátímasögur - Fyrir þig

108 – Þér kemur það ekki við, svaraði Harpa og stakk pokanum undir handarkrikann. Hann stökk út á eftir henni. – Sýndu mér! Hvað ertu með? – Ekkert, sagði hún reiðilega. – Þú þarft ekki að vita allt. – Víst þarf ég að vita allt, sagði Valur hlæjandi. Hann greip í hana og hélt fast. Harpa barðist um og reyndi að slíta sig lausa. Bróðir hennar náði pokanum og kíkti í hann. – Gamlir konfektmolar? Er þetta nestið sem þú ætlaðir að taka með þér? – Nei, Valur, láttu mig fá pokann. Ég ætla að gefa kennar- anum þetta, sagði Harpa leið. – Kennaranum þínum? Hún lítur nú ekki út fyrir að hafa gott af svona miklu konfekti. Valur rétti henni pokann. – Af hverju fær hún konfekt? – Af því að hún er alltaf svo góð, svaraði Harpa og lagði af stað. Hún gekk hratt með fram hömrunum. Himinninn var roðagylltur. Leiðin var ekki löng en samt alveg nógu löng fyrir sjö ára stelpu. Harpa talaði lágum rómi við sjálfa sig. – Voðalega ertu dugleg, Harpa mín, að ganga svona ein í skólann, sagði hún fullorðinslega við sjálfa sig. – Iss, þetta er ekkert mál, svaraði hún sér. – Ég er nú svo stór og svo verð ég bráðum átta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=