Smátímasögur - Fyrir þig

9 hjá nágrannanum á meðan og ég heyrði í gegnum baðher- bergishurðina að hann var orðinn svolítið pirraður. Ég kallaði á hann að fá sér bara smávegis lakkrís til að róa sig. Skömmu síðar var hann hættur að skammast í gegnum hurðina. Ég er að segja ykkur það, lakkrís er besta meðal við öllu í heiminum. Ég skaust inn til mín og skellti mér í kjólinn. Þegar ég kom fram vildu mamma og pabbi fá að sjá mig en ég gat ekki sýnt þeim að ég var búin að mála mig þannig að ég hljóp bara beint fram í forstofu og klæddi mig í úlpu og skó. Pabbi var mættur með símann til að taka mynd og setja á feisbúkk en dyrabjallan bjargaði mér. Stebbi var mættur. „Vá,“ sagði hann þegar ég leit á hann. Hvað átti það að þýða? „Noh, bara stefnumót!“ hrópaði pabbi upp yfir sig.Mamma núaði og hváði inni í stofu og ég heyrði hana koma hlaupandi. Þessir foreldrar geta stundum verið svo barnalegir! Ég ýtti Stebba frá dyrunum, ruddist út og skellti á eftir mér.Mamma mátti ekki sjá að ég var máluð. Ég heyrði pabba opna dyrnar fyrir aftan mig og hrópa: „Fæ ég ekki mynd af prinsessunni og prófessornum?“ Það er sko ég. Hann kallar mig alltaf prinsessuna og prófessorinn. „Góða skemmtun!“ bætti mamma við áður en pabbi hróp- aði svo að bergmálaði um allt hverfið: „Þú ert langsætust og skemmtilegust og gáfuðust, Silja mín, ég elska þig, prinsessa og prófessor!“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=