Smátímasögur - Fyrir þig

105 verkefni SÖGURÝNI 1. Þeba virðist vita mikið um himingeiminn. Hvað í sögunni segir okkur það? Finnið dæmi. 2. Mikil spenna grípur um sig hjá mæðgunum þegar Þeba upp- götvar stjörnuna. Þær eru með ýmsar kenningar. Hvað halda þær að sé á ferðinni? 3. Hvað haldið þið að Þeba hafi uppgötvað? 4. Af hverju vildi pabbi Þebu ekki að hún svaraði fjölmiðlunum sem hringdu og vildu viðtal? VANGAVELTUR Takið afstöðu og færið rök fyrir skoðun ykkar. 5. Er líklegt að við munum einn daginn eiga samskipti við lífverur utan úr geimnum? 6. Telur þú að Litla-Hvít hafi verið stjarna í Óríon stjörnumerk- inu? ÁSKORUN Veldu þér verkefni. • Viðtal: Stjörnufundur Þebu vekur heimsathygli. Fréttamenn vilja ná af henni tali og fá að heyra allt um nýju stjörnuna. Semjið samtal milli Þebu og forvitins fréttamanns á útvarpsstöð. • Frásögn: Þú er sá sem sendir Þebu skilaboðin. Segðu frá þér. Hver ertu? Hvaðan kemurðu? Hvað viltu Jarðarbúum? Hvenær kemurðu aftur? • Bókaræma: Þér hefur verið falið að gera bókaræmu um Stjörn- una í Óríon. Tilgangurinn er að hvetja aðra til að lesa söguna án þess að gefa of miklar upplýsingar. Skrifaðu handrit og taktu upp.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=