Smátímasögur - Fyrir þig

102 er svo geðveikt! Það veit bókstaflega ENGINN hvað er í gangi!“ Svo skellti mamma upp úr aftur og fékk sér síðan aðeins meira kaffi.„Viltu ristað brauð, Þeba mín?“ spurði pabbi. „Já, takk,“ sagði ég og fékk mér sæti við eldhúsborðið. Dagurinn var mjög lengi að líða. Ég skoðaði aðeins fréttir á netinu og það voru allir að tala um nýju stjörnuna mína. Ég var sem betur fer ekki nafngreind heldur var bara rætt um „íslenska stúlku“. Það var eiginlega lán í óláni að ég hafði sofnað svona seint og vaknað svona seint, því þá var styttra þangað til það dimmdi úti. Ég gat nefnilega ekki beðið eftir því að jörðin héldi áfram sínum endalausa snúningi og myndi loksins snúa Íslandi frá sólu og í átt að Óríón og nýju stjörn- unni minni. Sem ég var vel að merkja ekki enn búin að ákveða hvað átti að heita. Ég þyrfti að fara að vinna í því. Mér skildist á pabba að það væri meðal þess sem allar skammstafanasjón- varpsstöðvarnar vildu spyrja mig út í. Ég vonaði bara að það yrði ekki skýjað. Það var búið að vera heiðskírt allan daginn og það yrði alveg glatað ef það myndi þykkna upp einmitt þegar sjónaukinn minn kæmist í færi. Vísarnir á klukkunni mjökuðust áfram, hægt en örugglega. Himinninn varð gulur og bleikur og rauður. Og svo fjólu- blár og að lokum svartur. Við horfðum saman á kvöldfréttir því þar var viðtal við mömmu. Hún hafði sem betur fer farið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=