Smátímasögur - Fyrir þig

101 „Hvað?“ spurði ég. „Sáu þau í Síle og alls staðar sama blikkið? Sáu þau líka skilaboðin?“ Mamma hristi höfuðið en brosið á andlitinu breikkaði. „Nei,“ sagði hún og hló. „Þau sáu ekki sömu skilaboðin.“ „Ha?“ sagði ég hissa. Hafði þetta þá bara verið eitthvert rugl í okkur? Af hverju var hún þá svona glöð? Var hún kannski fegin að þetta voru ekki geimverur? „Bíddu, hvað meinarðu? Var þetta þá bara þetta flökt þarna? Í lofthjúpnum okkar?“ Mamma hló. „Nei!“ „Bíddu, hvað meinarðu?“ spurði ég. Það var farið að fjúka í mig. Hún mamma hlaut að hafa misst vitið þrátt fyrir allt, fyrst hún lét svona. „Skilaboðin breyttust!“ sagði hún sigri hrósandi. „Þetta var enn Morse- kóði en hann stafaði annað! Í Síle sáu þau: H-O-L-A. HOLA. Það þýðir halló á spænsku! Og veistu hvað sást í Bandaríkjunum? HELLO. Og í Kína stafaði stjarnan NI MEN HAO. Það er pin yin, aðferð til að skrifa kínverskt letur með rómverskum bókstöfum. Og veistu hvað NI MEN HAO þýðir? Það þýðir halló! Eða allavega einhver útgáfa af því!“ Ég starði á hana opinmynnt. „Bíddu,“ sagði ég. „Bíddu, hvernig er það hægt? Hvernig getur runan verið mismunandi eftir því hver er að horfa?“ „Það á ekki að vera hægt!“ sagði mamma. „Það er það sem

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=