Smátímasögur - Fyrir þig

98 sínu og tætti niður bækur úr bókahillunni. Ég stóð andartak í dyragættinni og velti fyrir mér hvort hún hefði misst vitið. Voru þetta kannski einhver skilaboð utan úr geimnum sem gerðu fólk brjálað? „Hérna!“ sagði mamma sigri hrósandi. Hún hélt uppi eldgamalli og lúinni bók. Hárið á henni var úfið eftir svefninn og hún var enn með koddafar á kinninni. Hún var skuggalega lík brjáluðum prófessor. „Hvaða bók er þetta?“ spurði ég. „Þetta er Morse-lykill!“ sagði hún. Síðan sópaði hún öllum bókunum sem hún hafði tætt úr hillunum og höfðu lent á borðinu niður með einni handar- sveiflu og byrjaði að fletta í bókinni. „Morse-kóði? Er það geimverumál?“ spurði ég. „Nei,“ sagði mamma án þess að líta á mig. „Morse-kóðinn er gamall. Hann var notaður áður en talsíminn var fundinn upp. Til að senda skilaboð í ritsíma.“ „Ritsíma?“ spurði ég. En mamma var svo niðursokkin í blaðið mitt og bókina að hún heyrði ekki í mér. Það tók hana ekki nema um það bil mínútu að ráða skila- boðin. „Halló?“ sagði hún og leit á mig. „Halló, mamma,“ sagði ég og fór aftur að velta fyrir mér hvort hún hefði misst vitið við að lesa skilaboðin. Eða höfðu þau þurrkað út minni hennar? Þekkti hún mig kannski ekki lengur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=