Smátímasögur - Fyrir þig
8 í dökkbrúnar sokkabuxur undir. Ég hljóp inn til mín og kíkti í spegilinn. Þetta var geðveikt. Ég hélt upp á að vera búin að finna dressið með því að fá mér aaaðeins meiri lakkrís. Ókei, nú haldið þið að ég sé bara algjör lakkrísfíkill. En ég er það ekki. Ég var bara, alveg óvart, allt í einu búin með hálfan pokann af því að það var svo mikið að gera hjá mér. Það passaði akkúrat að þegar ég var búin með síðasta skammtinn af lakkrísnum kom mamma heim og svo pabbi skömmu síðar. Ég sýndi mömmu fötin og hún var svona þykjustu hissa á að ég skyldi hafa fundið þennan kjól í þvotta- húsinu. Oh, gat verið að hún hefði plantað honum þarna. Ég þoli ekki þegar mamma skiptir sér af því í hverju ég er svo ég lét sem ég fattaði ekki neitt. Pabbi lét mig bara snúa mér í hringi og tók mynd af mér þó að ég bannaði honum það því ég var ekki búin að greiða mér. Og heldur ekki að mála mig. Ég sagði það nú ekki upphátt því þau vilja ekki að ég máli mig en ég er nú samt farin að stelast í málningardótið hennar mömmu. Og ég ætlaði að stelast í það fyrir kvöldið því ég átti alveg örugglega eftir að rekast á Baldur. Já, nei, hann yrði ekki þarna af því að hann var ekki í skemmtiatriðunum. En ég ætlaði samt að mála mig. Það voru nú einu sinni jól. Ég hafði ekki mikla lyst á kvöldmatnum. Það er alveg und- arlegt hvað maður hefur litla lyst á fiskibollum þegar maður er með hálft kíló af lakkrís í maganum. Ég skellti mér því í sturtu og var svo enga stund að blása hárið og mála var- irnar og augun. Ég held að þetta hafi ekki tekið meira en klukkutíma með öllu. Reyndar þurfti pabbi að fara á klósettið
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=