Smásagnarsmáræði
dalnum. Nautastrákurinn var á fjórða ári þegar hann kom og hann hljóðaði dögum saman. Hann kallaði á móður sína, grét með ekkasogum, á milli þess sem hann sat úti í horni og starði brostnum augum á þetta ókunnuga fólk sem hafði svo óvænt fengið það hlutskipti að koma honum til manns. Fljótlega lærðist honum þó að móðirin kæmi ekki aftur. Hún kæmi aldrei aftur. Hann ráfaði um bæjargöngin, fram í fjós og inn í baðstofu, kallaði, hrópaði, en ekki kom mamma. Hún svar- aði ekki, en af og til gripu hann mjúkar og öruggar hendur, struku honum blítt og raddir ókunnugra kvenna hvísluðu huggunarorð sem hann skildi ekki. Síðar skildi hann að móðir hans varð að láta frá sér börnin sjö, finna þeim heim- ili eins og hvolpum sem koma þurfti fyrir. Neyðin rak hana til þess þegar bóndinn dó og hún missti jörðina. Faðirinn, þessi fátæki fjárbóndi undir Brekkunni, skipti sauðakjöti fyrir nautakjöt til þess að ala upp hrausta drengi, en svo dó hann og draumurinn um nautsterku synina varð að engu. Nauta- börnin fengu ný heimili og misgott atlæti. Mátaðu nú,“ segir móðursystir mín og réttir mér kjólinn. „Hún var sextán ára þegar nautastrákurinn kom. Hann varð eftirlæti hennar og elti hana eins og hvolpur um allt. Ætli hann hafi ekki verið hennar fyrsta barn. Hann var henni allt í senn, fyrsta barn, bróðir og vinur. Undarlegt hvað hennar fyrsta og síðasta barn tengdust órjúfanlegum böndum. Svo kynntist hún pabba og þau bjuggu um sig í Hólminum um Ljós leikur við myrkur - 97
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=