Smásagnarsmáræði
Gegnum eld og reyk - 95 Kristín Helga Gunnarsdóttir Ljós leikur við myrkur „Ætli englarnir hafi ekki grátið hlutskipti nautadrengsins þetta kvöld. Að minnsta kosti var úrhelli, vorleysingar og Mjólkur lækurinn æddi hömlulaus niður hlíðarnar. Ekkjan vissi ekki hvað í vændum var, vissi bara að dagar þessarar fjölskyldu undir sama þaki voru taldir. Líf þeirra saman í Dölum var á enda. Hún hafði vitað það frá því að hún fylgdi bónda sínum til grafar. Litli drengurinn grét þegar hún lagði hann í fang dóttur hreppstjórans að kveldi sumardagsins fyrsta. Það var kvöldið sem englarnir grétu hlutskipti þess- arar fjölskyldu, eða kannski grétu þeir yfir fáránlegri tilvist mannfólksins. Ekkjan átti þó ekki lengur tár aflögu til að fella. Sýslu maðurinn fylgdi henni upp hlaðið. Heimasætan tók við barn- inu. Kona hreppstjórans var með nýfæddan dreng á handlegg. Elsta dóttir hennar stóð í gættinni, við hlið móður sinnar. Hún tók grátandi barnið í fangið.“ „Litla skinnið,” segi ég og hagræði tvinnakeflum í konfekt dós á borðinu. „Hugsaðu þér hvernig móður hefur liðið sem
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=