Smásagnarsmáræði

Eftir því sem misheppnuðu meðferðunum fjölgaði dofn- aði tilfinningin fyrir frænda mínum, ég leyfði vonbrigðunum að svipta Danna persónuleikanum og gerði hann að fyrirbæri, fyrirsjáanlegu dýri: fíkli . Ég greip fyrir munninn, þóttist þefa af fingrunum til að hylja varirnar á meðan þær bærðust, á meðan ég muldraði kveðjuna niður í kistuna, sagði þessi aumlegu orð í lófann: „Danni minn, þetta var stutt hjá þér, þetta var helvíti stutt show .“ Sýningunni var lokið, dansararnir stóðu tveir og tveir í faðmlagi á dreif um sviðið þegar myrkur helltist yfir okkur. Ég hrökk við, fálmaði eftir Írisi og leit í kringum mig; hvert sem ég beindi augunum sá ég móta fyrir kapelluglugganum, vetrarsólin virtist hafa brennt litina á augnbotnana. Bak við myrkrið – og litaðar rúðurnar – greindi ég ofurlág hljóðin frá dönsurunum yfirgefa sviðið, öran andardrátt og deyft fótatak. Þetta kvöld var sams konar veður og daginn þegar við systkinin og pabbi yfirgáfum kapelluna, frost og rok sem varð að beittum strengjum hjá byggingum. Við Íris tipluðum að bílnum með höku að bringu. Ég gætti þess að stinga hana ekki af. Ljósin í mælaborðinu lögðu á okkur mjúka birtu sem gaf engan yl, ekkert frekar en vetrarsólin í kapellunni, og við skulfum framan af heimferðinni; örfáir bílar á götunum og hægt að aka greitt að næsta rauða ljósi. Miðstöðin blés af jöfnum og miklum krafti þar til Íris skrúfaði fyrir og út- varpið fékk að njóta sín. Hún sagðist hafa séð mig þerra tár, Á tímum sem þessum lærirðu að lifa á nýjan leik - 91

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=