Smásagnarsmáræði
90 - Smásagnasmáræði blúndukoddanum, en fannst enginn vera þarna; mig vantaði að sjá augun til að staðsetja Danna, mig vantaði fyllinguna í andlitið og litinn, litinn sem ljómaði, ólíkt möttum farð- anum sem sólin afhjúpaði. Þá varð mér ljóst að það eina sem við áttum eftir af honum síðustu árin var vonin um að hann myndi aftur vera með okkur, von um raunverulega nálægð, vímulausa, en nú var sú von horfin – og þar með frændi minn endanlega; í kistunni lá minnisvarði um þá staðreynd, og bráðum yrði hann grafinn djúpt. Ég heyrði Evu gefa frá sér hljóð sem voru í fullkomnu samræmi við að frumburður hennar væri hættur að draga andann. Ég leit ekki til hennar í sætinu heldur hugsaði um móðurástina, hvernig hún á albróður, móðurharminn sem er alveg jafn breiður, djúpur og laus við skilyrði. Ég var ekki búinn undir þessa miklu sorg annarra og skammaðist mín fyrir hvernig ég upplifði Danna þegar ég sá hann síðast, mætti honum óvænt um morgun á virkum degi við Hverfisgötu átta mánuðum áður. Hann lék á bláan kassagítar og gekk greitt, virtist vera á ljúfri spíttsiglingu. Við stoppuðum báðir og skiptumst á nokkrum orðum. Ég fann hvað ég var tilfinningalaus gagnvart honum, datt ekki í hug að spyrja um neitt nema þennan fáránlega gítar, ekki orð um hvernig hann hefði það eða sæi framtíðina – ég sagðist ekki einu sinn sakna hans í fjölskylduboðunum, bara eitthvert kjaftæði um þennan bláa gítargarm, hvort það vantaði A eða D-strenginn!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=