Smásagnarsmáræði

Það er mikið vald að taka sér, valdið yfir meðvitundinni. Fyrir nokkru fór þessi vinur – neyslufélagi kannski frekar, ég veit það ekki, veit ekkert um vímuvinskap, jú, líklega voru þeir vinir, höfðu þekkst frá því í leikskóla, fyrir neyslu – alla vega fór þessi piltur á metnaðarfullt sýrutripp fyrir nokkru, hafði tvo hreyfla í nösunum til öryggis, amfetamín og kókaín. Hann fór hátt og víða, alltaf hratt, langt yfir hámarkshraða á brautum heilans. Persónuleikinn bráðnaði að lokum og lak yfir minningarnar og framtíðardraumana; með klístraðan klump milli eyrnanna magalenti hann á geðdeild og fékk góða aðhlynningu. Þess vegna var hann kominn þarna, með lubba og afmyndaður af lyfjum, efsta talan á svartri skyrt- unni hneppt og á kafi í ónáttúrulegri undirhöku. Foreldrarnir studdu hann, litdauf og rýr eins og tvær hríslur um vetur, ýttu barninu á undan sér að kistunni snjóhvítu. Þessi gamli félagi frænda míns hafði líklega ekki komist nær því að gráta síðan fyrir trippið stóra, alheimsreisuna. Hann andaði djúpt og ört, andaði með hljóðum sem minntu á ónýtan físibelg og dró sólana en eitthvað sagði hingað og ekki lengra, kannski lyfin, kannski hafði grátvélin misst olíu forðum, ég veit það ekki – en ég veit að þetta var átakanlegt því hann hafði greinilega ekki misst getuna til að upplifa óbærilegan harm. Án þess að ætla það hafði ég rokið á fætur, gengið óvið- eigandi hröðum skrefum að kistunni, líklega síðastur allra, og stóð yfir frænda mínum. Ég horfði á andlitið, á brennd­ ar tennurnar í vararifunni, á snoðað höfuðið sem hvíldi á Á tímum sem þessum lærirðu að lifa á nýjan leik - 89

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=