Smásagnarsmáræði

88 - Smásagnasmáræði og brostum rjóðir af feimni, múturnar farnar að gera vart við sig og engin hljóð jólaleg úr okkar börkum. Ég leit aftur upp á litríka glervegginn. Út undan mér, mjög óljóst, sá ég svart- klæddar verur teikna kross í loftið yfir kistunni, hverja á fætur annarri. Þegar ég hreyfði höfuðið næst var vinur frænda míns að ganga fram hjá. Vorið eftir 9. bekk smíðuðu þeir víst kofa í móanum fyrir utan hverfið, helvíti fínan, með mörgum her- bergjum og leynirýmum; það var síðasta æskuverkið. Um haustið voru þeir farnir að ganga inn í hann til að reykja sig út úr heiminum. Vímuástandið var staður með mikið aðdrátt- arafl, allir ofsalega velkomnir og félagarnir komu oft við næstu árin. Möguleikinn á að mæta dauðanum á leiðinni var aldrei fyrirstaða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=