Smásagnarsmáræði

Jú, víst. Þú gerir það víst. Veistu hvernig ég veit það? Ég veit það vegna þess að alltaf þegar einhver í kringum þig byrjar að segja sögu eða brandara („Einu sinni var maður sem …“) þá sperrast upp á þér eyrun og það kviknar á heilanum í þér. Skilningarvitin lifna sjálfkrafa við. Þau búa sig undir að taka við upplýsingum – taka við sögunni sem er í vændum. Skiln- ingarvitin elska frásagnir, heilinn í þér fílar sögur og hjartað gerir það líka. Einu sinni var maður sem var svo lítill að hann var hola. Þessi brandari gæti seint talist vera smásaga, enda innihalda smásögur yfirleitt flóknar og samsettar persónur á meðan brandarar komast upp með að státa af einföldum og grunn- um persónum. Samt er þessi brandari líka einföld frásögn; eins konar saga. Þessi líka: Einu sinni voru tveir tómatar að labba á gangstétt. Annar þeirra fór yfir götuna, en þegar hinn ætlaði líka að fara yfir götuna kom bíll og keyrði yfir hann. Þá kallaði sá fyrri: „Ertu ekki að koma þarna tómatsósan þín?“ Tómatsósubrandarinn er örlítið flóknari frásögn og hann er í miklu uppáhaldi hjá leikskólabörnum. Hann inniheldur allan grunninn sem mjög einföld saga þarf að innihalda: Persónur, aðstæður, upphaf, miðju og endi. Eitthvað breytist úr einu í Formáli - 7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=