Smásagnarsmáræði

86 - Smásagnasmáræði þrátt fyrir stöku hósta og hálfstíflaða hægri nös, og þrátt fyrir dauðann í vikunni; svo var ég líka kominn í ógöngur með MA-ritgerðina og veitti ekki af örvandi upplifun. Við biðum í flennistóru anddyrinu ásamt öðrum sýningar­ gestum, höfðum rekist á vinafólk og spjölluðum og hlógum, en sátum fljótlega í salnum. Ég var þögull, samt tæplega hugsi. Íris þagði líka, þar til hún spurði hvort ég væri kannski ekki búinn að jafna mig og ég fór að tala um hægri nösina og hóstann áður en hún greip fram í, sagðist hafa átt við Danna frænda minn og um leið slokknuðu ljósin í leikhúsinu – al- gjört myrkur – þá mildur ljósgeisli yfir ungri konu í fóstur- stellingu á djúpu sviðinu fyrir framan okkur. Tónlistin fór að hljóma skömmu síðar og konan hreyfði sig hægt. Annar dansari, karlmaður, gekk öruggum skrefum inn á sviðið. Þau dönsuðu; það var samfelldur dans, sífelld hreyfing sem virtist ekki háð þyngdarkrafti jarðar. Tónlistin var sinfónísk, píanó, selló og hljóðgervill; afslöppuð, svo yfirveguð að hver einasti tónn fékk svigrúm, sjálfstætt líf og komst í samband við vöðva dansaranna sem hafði fjölgað jafnt og þétt á sviðinu. Sýningin hafði óvenjusterk áhrif, þessi geggjaða andstæða kistulagningarinnar hrærði í hjartanu. Ljósin á sviðinu, vel tamin af ljósameistaranum, leiddu hugann að birtunni sem hafði skolað andlit mitt í kapellunni, náttúrulegu birtunni gegnum veggstóra skrautgluggann, og ég skynjaði fólkið í kringum mig, ekki sýningargestina heldur syrgjendurna, frændur mína og frænkur, ömmu og afa, pabba og systkinin,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=