Smásagnarsmáræði

Hádegisvetrarsólin var lágt á heiðum himninum og skein framan í mig. Geislarnir tóku lit á leið sinni um glerið og gerðu þessa litlu kirkju sumarlega í febrúarbyrjun, og orð prestsins um eilíft líf trúleg. Útförin fór fram tveimur dögum síðar. Þá var ég veikur, raun- verulega; hafði fengið flensu kvöldið áður. Hvorki pabbi né mamma virtust trúa mér: „Þú ert varla of slappur til að fylgja honum Danna, þið lékuð ykkur svo oft saman?“ spurðu bæði tvö. Frá því þau skildu fæ ég ótrúlega oft sömu viðbrögðin frá þeim, algjörlega orðrétt, eins og þau séu skilin að borði og sæng, í eigin huga og bókum sýslumannsins, samt enn ræki- lega tengdar sálir. Á sunnudaginn, þremur dögum eftir jarðarförina, áttum við Íris miða á sýningu hjá Íslenska dansflokknum. Ég var orðinn hressari og ákvað að fara með. Frá því við kynntumst hef ég farið á allar sýningar flokksins, og ekki bara af því frænka Ír- isar er dansari í honum. Mér finnst eitthvað við það að fylgj- ast með lífinu á sviðinu, sitja í myrkri og horfa á fullskapaða einstaklinga breyta líkama sínum í framlengingu á sálinni, hreyfa sig undir ljósum við ófyrirsjáanlega tónlist; eins og mér gangi aldrei betur að hugsa en við þær aðstæður, þar sem ég þarf ekki að skilja neitt, má innbyrða án kvaða, upplifa frjálst; það er eins og að mega lesa bók án þess að þurfa að fara í próf úr henni næsta dag. Þess vegna ákvað ég að skella mér Á tímum sem þessum lærirðu að lifa á nýjan leik - 85

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=