Smásagnarsmáræði

84 - Smásagnasmáræði leysislega andlit sem Danni bar eins og óviðeigandi grímu um skrímslaheima vímuefnanna, og reiðin sem hafði mengað sorgina frá því pabbi hringdi gufaði hratt upp. Ég hélt samt aftur af mér skrefin að sætunum, en þegar við vorum að tylla okkur heyrði ég Evu, móðurina, missa sig og sá eitt andartak, áður en ég áttaði mig og leit aftur niður, frænda halda þétt utan um hana í sorgarfloginu. Hljómur raddarinnar skilaði sér í ofsafengnum grátinum; það var eins og Eva væri að tala mjög framandi tungumál. Litla systir greip um handlegginn á mér og kreisti fast, styttra í stóra bróður en pabba. Kannski skildi hún grátinn betur en ég – samt – kannski ekki, fram- haldið er nefnilega í slitrum í huganum. Það eina sem ég mundi dagana á eftir voru tónar frá smá- gerðu pípuorgeli; þeir voru blíðir og stungu loftgöt á þrúgandi andrúmsloftið í kapellunni. Maður með djúpa rödd söng um ferðalag í dimmum dal á meðan ég sá móta fyrir prestinum ganga hægt að altarinu. Í kringum það var steindur gluggi, rauðar, bláar, grænar, hunangsgular, fjólubláar … óreglulegar rúður sem mynduðu flókið mynstur frá gólfi upp í loft.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=