Smásagnarsmáræði

Gegnum eld og reyk - 83 Guðmundur Óskarsson Á tímum sem þessum lærirðu að lifa á nýjan leik Ég var í kapellunni, það er engin spurning – við Danni vorum bræðrasynir og æskuvinir – en minningin um kistulagning- una hangir ekki saman í höfðinu, eins og hún hafi verið tætt jafnóðum af meðvitundinni og dreift um hugann. Síðustu skýru augnablikin: Við, nánustu aðstandendurnir, stóðum þétt í þröngu og dauflýstu anddyrinu, búin að faðmast en einhverjir enn að hvísla með rödd sem var á mörkum þess að bresta, snerum að stórri hurð og biðum eftir að útfararstjór- inn opnaði inn í heilaga rýmið. Hann gerði það loks; ég var orðinn þreyttur á að standa þarna og virða næði syrgjendanna með því að horfa niður, aldrei á andlit og alls ekki í augu. Foreldrarnir fóru fyrstir um dyrnar ásamt börnunum tveimur, frænda mínum og frænku, en ég með þeim síðustu, á eftir pabba og systkinum mínum. Hópurinn leið hægt áfram, klofnaði og leystist upp á sætin í kringum kistuna sem birt- ist fyrirvaralaust, hvít og gljáandi, og ég sá fínofinn klútinn yfir andlitinu; það gægðist upp fyrir kistubrúnina. Þrátt fyrir yfirbreiðsluna þekkti ég smágert nefið og hökuna, þetta sak-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=