Smásagnarsmáræði

hundum og kisum. Yfir þessari orgíu hékk lítill hvítklæddur Pierrot-trúður. Þrátt fyrir breitt brosið lak tár niður aðra kinnina á postulínsandlitinu eins og þarna héngi afkáralegt Jesú-líkneski sem gréti nú syndir mannkyns. Á leiðinni heim gekk ég nokkrum skrefum fyrir aftan vin- konur mínar og gerði mér að leik að stíga ofan í ökkladjúp spor þeirra í snjónum. Það var hætt að snjóa. Hlíðarnar voru hljóðar og sjálfum lá okkur heldur ekki mikið á hjarta. „Hún er voða spes, þessi stelpa. Hvaða Ísfólk var þetta eiginlega sem hún var að tala um?” heyrðist Steina loksins segja. „Þetta er bara einhver bókaflokkur. Ekkert vera að pæla í því. Við skulum nú samt heimsækja hana aftur,“ sagði Olga og bætti við: „… einhvern tímann.“ Leiðir okkar skildi við hættulegustu gatnamót landsins þar sem Miklabraut og Kringlumýrarbraut skerast. Mölvað afturljós lá úti í vegarkanti og gul og rauð brot glitruðu eins og eðalsteinar í snjónum. Olga og Steina héldu áfram í átt að Háaleitinu en ég tók stefnuna í gegnum Álftamýrina. Ekki hafði hægst um í brjóstholinu á mér og það tók mig alveg spölinn niður í Safa- mýri að gera mér ljóst hvað olli því. Ég hafði hitt stelpu sem átti sér líf sem var næstum eins og mitt þrátt fyrir að ég ætti vinkonur en hún ekki. Foreldrar mínir sváfu svefni hinna þreyttu og döpru sem er mun þyngri en svefn okkar hinna. Sjálfri kom mér ekki dúr Ísfólkið - 79

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=