Smásagnarsmáræði

78 - Smásagnasmáræði Olgu en hún hristi höfuðið hægt. „Nei,“ sagði hún síðan á innsoginu. Augnaráð stúlkunnar hékk í lausu lofti fyrir ofan hvirfil­ inn á mér þegar hún sagði: „Stundum er ég ein persónan í Ísfólkinu, hún Sunna.“ Steina og Olga horfðu þegjandi á hana í von um nánari skýringu. „Hafið þið lesið Ísfólkið?“ spurði stelpan hikandi. Ég hafði reynt að lesa eina af þessum bókum en fannst einmitt hún Sunna sem tilbað fursta myrkranna of furðuleg til að geta lokið lestrinum. Vinkonur mínar höfðu greinilega heldur ekki heillast af norskum göldrum því allar sem ein hristum við höfuðið. Hjartað í mér hélt áfram að ólmast en ég sagði ekki neitt meira, heldur lét vinkonur mínar um að tala. Það var hins vegar engin leið að taka aftur upp þráðinn. Litlu seinna litum við því leikrænt á úrin hver á eftir annarri, sögðum eitthvað um hvað klukkan væri orðin margt og stóðum upp. Mér létti en vonaði að stelpurnar sæju það ekki á mér. „Megum við sjá herbergið þitt?“ bað Steina á leiðinni fram í anddyrið. Stelpan opnaði inn til sín með orðunum: „Það er ekki tekið til þarna.“ Hún var dílóttari sem aldrei fyrr. Við þorðum ekki að stíga inn fyrir þröskuldinn, heldur létum okkur duga að skoða vistarverurnar úr gættinni. Þarna var skrifborð með orðabókum, hljómsveitarplaköt með Limahl og Level 42 og rúm þar sem gat að líta ógrynnin öll af böngsum, kanínum,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=