Smásagnarsmáræði
6 - Smásagnasmáræði Hugsaðu um það í smástund hvernig venjulegur dagur í lífi þínu væri ef þú kynnir ekki að lesa. Myndir þú ekki missa af ansi mörgu? Hugsaðu um það í alvörunni. Og sá sem kann ekki að lesa í tákn og merk- ingu tungumálsins í bók- menntum, menningu og listum er líka fangi innan samfélagsins. Hann er það bara á annan hátt og hann missir af ansi mörgu sem skiptir máli í lífinu. Að læra að 2 + 2 = 4 kennir manni sitthvað um lífið og tilveruna og þess vegna skiptir máli að læra stærðfræði. Alveg það sama gildir um að læra inn á bókmenntir og bókmennta- lestur. Þar er að finna alls kyns reiknireglur og viðmið sem hjálpa manni að skilja. Kannski ertu efins. Kannski hefurðu talið þér trú um að þú fílir ekki bókmenntir, að skáldsögur og smásögur séu bara ekkert fyrir þig.Mundu samt með mér að smásögur og skáld- sögur eru líka bara sögur. Ef við fjarlægum smáið og skáldið. Allt eru þetta sögur. Bíómyndir eru sögur. Margar auglýsing- ar innihalda stuttar sögur. Teiknimyndasögur eru augljóslega sögur. Hugleikur. Fóstbræður líka. Uppistandarar, hvað gera þeir annað en að segja fyndnar sögur? Alls staðar eru sögur. Og öll fílum við sögur. Líka þú. Ha? Nei? Sagðirðu nei?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=