Smásagnarsmáræði

dílunum virtist dýpka með hverri mínútu. Við Steina skutum inn stöku spurningu en engin fjallaði um það sem mig lang- aði mest að vita: Af hverju áttu engar vinkonur? Af hverju er þér strítt svona mikið? Ekki leið á löngu þar til allar viðeigandi spurningar sem okkur gat hugsanlega dottið í hug voru uppurnar. Þögnin breiddi úr sér við hlið okkar í sófanum og kláraði úr kristals- skálunum. Augnaráð stelpunnar flökti aftur um stofuna eins og ljóskastari og allt í einu spurði hún þessarar spurningar: „Ímyndið þið ykkur aldrei að þið séuð einhverjar aðrar en þið eruð?“ Orðin komu hægt eins og hún treysti þeim ekki úti í þessari grimmu vinalausu veröld. Hjartað í mér tók strax að berjast um eins og það þyrfti að losna úr þessu kæfandi rifbeinabúri. „Jú,“ langaði mig til að segja, „jú, hvort ég geri. Ég er hljómborðsleikari í bandi sem æfir í bílskúrnum heima! Þetta eru allt frábærir strákar og kannski förum við einhvern tímann saman í hljómleikaferð.“ Fyrst ætlaði ég samt að heyra hvað Steina og Olga játuðu á sig. Gat verið að Steina væri einhver sænsk handboltastjarna þegar henni leiddist? Og Olga gæti þá til dæmis verið einhver verkalýðshetja sem pabbi hennar hafði sagt henni frá. Olga og Steina virtust aftur á móti hálfringlaðar. „Neeei,“ sagði Steina eftir nokkra þögn og pírði augun á gestgjafa okkar. „Eða …hvað áttu annars við?“ „Ekki?“ spurði stúlkan og dró undir sig fæturna í hæginda­ stólnum. Enn mátti greina eilitla von í röddinni. Ég leit á Ísfólkið - 77

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=