Smásagnarsmáræði

76 - Smásagnasmáræði mörgæsa. Fyrst hlustaði gestgjafinn þögull á okkur vinkon- urnar ræða hvort bleika smartísið væri betra en það gula eða hvort nokkur munur væri yfirhöfuð á þeim. Olga mundi eftir könnun sem gerð hafði verið úti í heimi um það hvaða lit fólk vildi næst á smartísið og flestir höfðu viljað bláan. „Var það ekki M & M?“ spurði Steina og hellti upp í sig af her- legheitunum. „Var það?“ Olga leit spyrjandi á mig en ég yppti öxlum. Ég hafði misst af þessum fréttum. Eiginlega vissi ég held- ur ekki lengur hvað ég var að gera þarna. Strákarnir í bíl- skúrnum hlutu að vera farnir að ókyrrast eftir mér. Stelpan horfði á okkur til skiptis, alltaf jafnalvarleg. Hún virtist að minnsta kosti ekkert glöð yfir því að við skyldum hafa brotist í gegnum veðrið til þess eins að stytta henni stundir í ein- verunni. Kannski var hún að átta sig á því núna hvernig það er að eiga vinkonur, hvað það er sem þeim liggur á hjarta. Nú var stelpan eflaust farin að sakna þess að geta ekki bara verið ein að leggja kapal inni í herberginu sínu. Af hverju hafði hún ekki boðið okkur þangað inn? Allt í einu áttaði Olga sig á tilgangi heimsóknarinnar, að sýna þessari stúlku eilítinn áhuga. Hún saug kröftuglega upp í nefið og tók til við að spyrja hana um skólann, kennarana og uppáhaldsfögin hennar. Svörin voru örstutt eins og hver staf- ur kostaði jafnmikið og á fermingarskeyti: „Mér finnst ágætt í stærðfræði,“ eða „Líffræðikennarinn er bara fínn.“ Feimið augnaráðið hvikaði af einni okkar á aðra og rauði liturinn í

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=