Smásagnarsmáræði

í Hlíðunum. Það glampaði á stríðsgróðann í skeljasandinum og íbúarnir máttu svo sannarlega þakka uppivöðslu Hitlers fyrir bogadregna stofugluggann. Olga hringdi dyrabjöllunni og sú vinalausa kom til dyra – einsömul að sjálfsögðu. Grá- leitum augum horfði hún alvarleg á okkur undan þykkum hártoppi og í kinnunum voru rauðir dílar. Það var eins og hún skammaðist sín en í fljótu bragði var ekki hægt að sjá fyrir hvað það ætti að vera. Þetta var ósköp venjuleg stelpa sem bjó í ósköp venjulegu húsi og átti ósköp venjulega foreldra. Þeir birtust örsnöggt til að kasta kveðju á okkur. Í stað þess að bjóða okkur inn í herbergið sitt – þar sem við hefðum getað snúið okkur á skrifborðsstólnum og flat- magað á svefnsófanum – vísaði stelpan okkur inn í stofu. Þar voru traustir veggplattar, djúpir sófar, glerlögð innskotsborð og útsaumaðar rennibrautir. Þetta var ekki ósvipað og heima hjá mér. Foreldrar mínir hefðu kunnað vel við að vita af mér á svona heimili. Góðu heimili. Smartísi hafði verið ausið í kristalsskálar. Við sátum beinar í baki eins og við biðum eftir því að kátir sveinar birtust til að bjóða okkur upp í dans. Þetta var afskaplega fullorðins. Ég var dauðfeimin og langaði aftur út í stillt vetrarkvöldið. Snjórinn féll mjúklega fyrir utan rúðustrikaðan gluggann. Hvar ætli pabbi og mamma stelpunnar séu eiginlega, velti ég fyrir mér og hlustaði eftir þeim. Innan úr eldhúsinu barst lágvært skraf sem aldrei varð lát á. Samræðurnar í stofunni komust aldrei á sama flug. Þær voru frekar á við vængjavings Ísfólkið - 75

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=