Smásagnarsmáræði

74 - Smásagnasmáræði þekkja neitt sérstaklega vel. Það náðist að minnsta kosti ekki mikið upp úr henni þar sem við ruddumst í gegnum hunds- lappadrífuna – eins og snjóugir vitringar til fundar við Jes- úbarnið. „Henni er strítt svo mikið í skólanum,“ sagði Olga loks og saug upp í nefið. „Eiginlega á hún engar vinkonur.“ Engar vinkonur! Það var svona eins og að hafa enga hand- leggi en þurfa samt að vera til. Alltaf hafði ég átt vinkonur – ekki alltaf skemmtilegar en vinkonur samt. Við Steina og Olga höfðum verið saman í bekk frá því við vorum sex ára en vináttan hafði ekki kviknað fyrr en veturinn áður þegar við vorum í 7. bekk. Báðar æfðu þær handbolta á veturna og fótbolta á sumrin. Ég hafði engan áhuga á íþróttum og eyddi mestöllum tíma mínum í að semja lög á hljómborðið mitt, lög sem ég gleymdi jafnharðan. Það var gott að geta útilokað heiminn með heyrnartól á hausnum og ímynda sér að strákarnir í skúrnum biðu eftir að fá að heyra nýjustu laga- smíðina. Stundum tók ég annað heyrnartólið af mér svo ég gæti hlustað á óminn af röddum pabba og mömmu og samið lag við. Ég lét dimmu nóturnar muldra og bölsótast, þær háu svöruðu til baka og síðan brast á með dramatískum þögnum þar til allt hófst á nýjan leik. Ég vissi að sumum krökkum fannst ég skrýtin og þess vegna fannst mér ég ótrúlega heppin að eiga Steinu og Olgu að vinkonum. Tilhugsunin um að eiga engar var skelfileg. Ég gat ekki beðið eftir að sjá vinalausu stelpuna. Hún bjó í þríbýlishúsi eins og þau gerast hvað stæðilegust

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=