Smásagnarsmáræði

Gegnum eld og reyk - 71 Gerður Kristný Ísfólkið Ég vissi aldrei hvernig Olga þekkti þessa stelpu. Hún bjó ekki einu sinni í hverfinu. Eina trúlega skýringin var sú að foreldr­ ar þeirra hafi þekkst. Pabbi og mamma Olgu voru kommar sem lýsti sér helst í því að þeir fóru í ríkið fyrir dóttur sína og var sama þótt hún afþakkaði að fermast. Uppi á vegg heima hjá þeim var plakat af verkalýðnum sem ber borgarastéttina sem ber yfirstéttina sem ber aðalinn sem ber hirðina sem ber keisarann. Líklega átti þessi heimsókn okkar til stelpunnar sér djúpar rætur í kommúnismanum því eins og allir vita gekk hann út á að við værum öll jöfn og því enginn yfir það hafinn að gleðja aðra manneskju með því að heimsækja hana. Hirðin væri þá ekkert of góð til að líta inn hjá borgarastéttinni sem skryppi þá í kaffi til verkalýðsins. Við fórum þrjár saman, Olga, Steina og ég. Þessi leiðang­ ur var ágæt tilbreyting frá því sem við gerðum venjulega um helgar. Við vorum vanar að hittast heima hjá hver annarri, borða nammi, skiptast á nammi og tala um nammi. Hvort betra væri að drekka Tab eða Fresca og hvort skárra væri að fá sér krembrauð eða kókosbollu með gosinu. Þá freyddi allt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=