Smásagnarsmáræði

Gegnum eld og reyk - 5 Formáli eftir Davíð A. Stefánsson - um það hvað Erlendur hefur með bókmenntir að gera og hvernig æskilegt er að nota lífrænan hátæknibúnað og með- fædda röntgengeisla þegar lesnar eru smásögur (Psssttt … þú þarft ekki að lesa þennan formála. Allavega ekki núna. Svona formálar og eftirmálar eru oft alveg frá- bærir og gagnlegir, en það er enginn sem segir að maður verði endilega að lesa þá. Stundum er nefnilega betra að fara beint í að lesa sjálft efni bókarinnar. Í þessari bók er fjallað um smásögur. Og til að örva andann fengum við átta íslenska höfunda á ýmsum aldri til að skrifa nýjar íslenskar smásögur. Bara fyrir þig. Af hverju gerðum við það? Af hverju erum við yfirhöfuð að búa til kennsluefni í bók- menntum og íslensku? Af því að við trúum á lestur – að það skipti miklu máli að kunna að njóta þess að lesa. Að geta lesið sér til ánægju. Sá sem kann ekki að lesa er fangi innan samfélagsins – hann hefur ekki aðgang að daglegu lífi eins og þeir sem eru læsir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=