Smásagnarsmáræði

„Það er gaman að sjá hvað þú hefur ríka réttlætiskennd. Ég var á fundi með foreldrum Júlíu í morgun og þau voru að spyrja um þig, strákinn sem hjálpaði henni. Eins og gefur að skilja hefur þetta mál líka verið erfitt fyrir þau, rétt eins og Júlíu,“ sagði Linda. Hún þagði um stund, eins og til að ákveða hvort hún ætti að halda áfram að reyna að drepa mig úr samviskubiti, en sagði svo alvarleg: „Þér að segja, þá ætlar Júlía að ljúka skóla- árinu utan skóla og hún mun svo fara í annan skóla á næsta ári.“ Ég horfði á Lindu, sem hélt áfram að tala, en gat ekki hlustað á meira. Hún sagði eitthvað um að það væri sorglegt að einhverjir óprúttnir einstaklingar geti eyðilagt svona mikið fyrir öðrum nemanda. Ég þurfti að berjast við að öskra ekki upphátt og fara hreinlega að gráta fyrir framan hana. Loksins leyfði hún mér að fara. Ég gekk hratt út úr skólabyggingunni og hljóp svo af stað. Ég hljóp eins hratt og ég gat, þar til ég kom að gamla íþróttahúsinu. Mér fannst ég vera að springa að innan. Ég tók símann minn upp úr vasanum og kastaði honum eins fast og ég gat í steinvegginn á íþróttahúsinu. Ég starði á jörðina. Síminn lá þar mölbrotinn og ég fann hvernig tárin streymdu niður vangana. En mér leið ekkert betur. Það var ekki síminn sem ég þurfti að losa mig við. Ég tók myndirnar Júlía. Fyrirgefðu. Fyrirgefðu að ég skyldi ekki segja þér það fyrr. Fyrirgefðu að ég skyldi taka þessar helvítis Þúsund orða virði - 67

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=