Smásagnarsmáræði

66 - Smásagnasmáræði Það kom fát á Júlíu. „Fyrirgefðu, ég veit ekki hvað ég var að hugsa,“ sagði hún og roðnaði. „Nei, hérna …“ Ég vissi ekki hvað ég ætlaði að segja. Ég fékk mig ekki til að kyssa hana, þótt mig langaði ekkert meira. Ef Júlía vissi hvað ég hafði gert hefði hún fyrirlitið mig og aldrei nokkurn tímann viljað kyssa mig. „Ég get greinilega ekki hætt að gera mig að fífli,“ sagði hún og gekk hratt út úr herberginu, áður en ég náði að segja nokkuð. Þú hefur ekki hugmynd um hvað mig langaði mikið til að kyssa þig á árshátíðinni. Ég hef ekki getað hætt að hugsa um þig síðan. Daginn eftir var ég kallaður á skrifstofu Lindu skólastjóra, til þess að ræða atvikið á árshátíðinni. „Þú veist vel að ofbeldi er ekki liðið í þessum skóla. En þetta voru sannarlega sérstakar aðstæður í gærkvöldi. Þetta var ömurlegur hrekkur hjá Ríkharði og þú sýndir hugrekki að bregðast svona við,“ sagði Linda. Ég átti erfitt með að hlusta á hana hrósa mér og svaraði engu en hún hélt áfram. „Þessar myndir sem Ríkharður birti þarna á tjaldinu. Veist þú eitt- hvað hvaðan þær koma?“ „Það var ég sem tók þær,“ hugsaði ég, en hafði ekki kjark til að segja það upphátt. Þess í stað sagði ég: „Nei, því miður.“ Síðan bætti ég við: „En ég vona að auminginn sem gerði það finnist.“ Eins og Linda hafi ekki verið nógu ánægð með mig fyrir, kom velþóknunarsvipur á hana við að heyra þessi orð mín.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=