Smásagnarsmáræði

„Það er reyndar rétt,“ svaraði ég og vildi að ég hefði sagt eitthvað gáfulegra. „Fyrirgefðu,“ sagði hún strax. „Ég á ekki að vera að æsa mig við þig. Ég kann að meta að þú skulir hafa komið til mín,“ bætti hún við. Ég horfði á Júlíu og óskaði þess að ég gæti tek- ið allt til baka. Mig langaði líka að játa allt fyrir henni, þótt það þýddi að hún myndi aldrei tala við mig framar. En mig skorti kjarkinn. Þess í stað sagði ég: „Þú ert engin hóra og það vita allir að það var einhver skíthæll sem tók þessar myndir af þér.“ Ég meinti hvert orð innilega. „Ég vildi að allir væru svona frábærir eins og þú,“ sagði Júlía og faðmaði mig hikandi. Ég faðmaði hana á móti og óskaði þess að kringumstæðurnar væru allt aðrar. Júlía þrýsti sér upp að mér og horfði djúpt í augun á mér. Það var eitthvað óútskýranlega ævintýra- legt við þessa stund. Hún lokaði augunum og bjó sig undir að kyssa mig en ósjálfrátt færði ég mig undan. Þúsund orða virði - 65

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=