Smásagnarsmáræði
mestu hóru skólans og þau hlýtur Júlía í 9. AK“. Um leið birtist ein af nektarmyndunum af Júlíu á breiðtjaldinu. Mikil læti brutust út í salnum og einhverjir hlógu og fögn- uðu. Kennararnir, sem höfðu ekki vitað af myndunum, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið og hreinlega göptu af hneykslun. Þessi stund er enn þá í hálfgerðri móðu, enda gerðist allt á nokkrum sekúndum, en ég man að ég fylltist reiðitilfinningu sem ég hef aldrei fundið áður. Það var eins og það syði í mér blóðið. Ég tók undir mig stökk og hljóp að Rikka, sem stóð við tölvuna, og kýldi hann eins fast og ég gat í andlitið. Rikki féll aftur fyrir sig á tölvuna og bæði hann og tölvan hrundu í gólfið með tilheyrandi látum. Rikki hélt um nefið á sér og var alblóðugur í framan. Ég hafði sjálfur laskað á mér hönd- ina við að kýla hann, en mér var svo mikið niðri fyrir að ég fann ekki fyrir sársaukanum. Allur skólinn starði orðlaus á okkur og reyndi að meðtaka það sem hafði gerst, sem betur fer hurfu myndirnar af tjaldinu þegar tölvan hrundi í gólfið. Rikki klöngraðist á fætur en áður en hann náði að svara fyrir sig höfðu tveir kennarar gengið á milli okkar. Linda skólastjóri kom upp á svið og lét kveikja aftur á tón- listinni og bað einhvern kennara að fylgja Rikka burt. Sjálf fylgdi hún mér baksviðs og sagði mér að róa mig niður. Það fyrsta sem ég sá þegar þangað var komið var Júlía sem sat þar grátandi. Ég hafði ekkert séð hana fyrr um kvöldið og hélt raunar að hún hefði ekki mætt. „Er ekki best að ég keyri þig heim, Júlía?“ spurði Linda hana vingjarnlega og Júlía kinkaði Þúsund orða virði - 63
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=