Smásagnarsmáræði
Við Jón Páll gengum saman heim úr skólanum, eins og við gerðum ævinlega. Leiðin hafði hins vegar aldrei verið eins löng. „Hvernig datt þér í hug að setja myndirnar á Netið? Ertu eitthvað ruglaður?“ sagði ég við hann í hvössum tón. „Ætlarðu að kenna mér um þetta? Það varst þú, sem tókst myndirnar. Ég sendi þær bara á tvo stráka,“ svaraði Jón Páll og var hvass á móti. Ég vissi að það þýddi lítið að rökræða þetta. Skaðinn var skeður og ég gat ekki kennt neinum öðrum um en sjálfum mér. Við þögðum það sem eftir var leiðarinnar. Ég var alltaf svo skotinn í þér og ég hata mig fyrir að hafa gert þér eitthvað svona ömurlegt og ógeðslegt. Mig langaði svo mikið til þess að bæta fyrir þetta, þó að ég vissi að það væri ekki hægt. Júlía mætti í skólann á mánudeginum. Hún sat fremst í skóla- stofunni og starði fram fyrir sig. Ég fylgdist með henni og vonaði að hún liti í áttina til mín, en hún horfði ekki í augun á nokkrum manni. Ég komst ekki hjá því að heyra pískrið um hana í kennslustofunni. Enn vonlausara hafði verið að láta splunkunýtt veggjakrotið við aðaldyrnar á skólabyggingunni fara fram hjá sér. „EF ÞÚ VILT RÍÐA HRINGDU Í JÚLÍU Í 9. AK,“ hafði verið úðað þar með stríðsletri, ásamt síma- númerinu hennar. Sem formaður nemendafélagsins var ég einn af skipu leggjendum árshátíðarinnar sem átti að halda á fimmtu dagskvöldið. Ég átti þó erfitt með að einbeita mér að því Þúsund orða virði - 61
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=