Smásagnarsmáræði

60 - Smásagnasmáræði myndunum af henni. Ég sat límdur við stólinn minn og hjartað í mér hamaðist á meðan ég fylgdist með atburðarás- inni. „Lokaðu þessu,“ öskraði Júlía á Rikka og var byrjuð að gráta. En viðbrögð hennar voru Rikka greinilega að skapi og hann sagði kvikindislega: „Bíddu, þarft þú ekki að segja okkur eitthvað? Ertu byrjuð að leika í klámmyndum?“ Júlía svaraði honum ekki, heldur hljóp út úr stofunni og skildi úlpuna sína og skólatöskuna eftir. Ég leit á Jón Pál, sem forðaðist að mæta augnaráði mínu. Áður en skóladagurinn var úti virtist allur skólinn hafa séð myndirnar. Í hverju horni var rætt um Júlíu og myndirnar fóru um eins og eldur í sinu. Júlía sjálf sást hins vegar hvergi. Hún hafði líklega farið heim eftir uppákomuna í tölvutím- anum. Ég hafði svipast um eftir henni án árangurs, þótt ég hefði ekki hugmynd um hvað ég ætti að segja við hana. Fis- létti síminn minn virkaði eins og 10 kílóa grjóthnullungur í vasanum og mér fannst eins og allir vissu að ég tók myndirnar. Það var þó fjarri lagi. Samstundis höfðu sprottið upp sögur um uppruna myndanna og í engri þeirra var ég á meðal aðalpersóna. Einhverjir héldu því fram að Júlía hefði látið taka myndirnar af sér í von um að slá í gegn sem nektarfyrirsæta. Aðrir fullyrtu að hún hefði tekið þær í þeirri viðleitni að táldraga strák sem hún átti að vera skotin í. Eng- inn nema Jón Páll hafði hugmynd um aðkomu mína og ég vissi að hann færi ekki að segja neinum, af ótta við að vera blandað inn í málið líka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=