Smásagnarsmáræði
58 - Smásagnasmáræði kvennaklefanum og spurðu mig hvort ég kæmi ekki á árs- hátíðina í næstu viku. „Að sjálfsögðu,“ svaraði ég um hæl, enda var ég formaður nemendafélagsins og hefði ekki getað sleppt því að mæta þótt ég vildi. Ég rölti annars hugar að kvennaklefanum og tók eftir því að hurðinni hafði aðeins verið lokað til hálfs, en ég hélt að enginn væri þar inni. Að segja að mér hafi brugðið, þegar ég sá Júlíu bekkjarsystur mína kviknakta, er vægt til orða tekið. Hún var ein eftir í klefanum og hafði hvorki tekið eftir því að hurðin var opin né að ég stóð fyrir utan hana. Júlía var í mínum huga langsætasta stelpan í skólanum og þótt ég vildi ekki játa það fyrir mér, eða nokkrum öðrum, þá var ég bál- skotinn í henni. Við höfðum verið saman í bekk í næstum tvö ár og vorum ágætis vinir. Seinna meir átti ég eftir að óska þess margsinnis að ég hefði fylgt mínu fyrsta hugboði, sem var að ganga einfaldlega í burtu og láta sem ekkert væri. En þess í stað fór ég í vasann og tók upp símann sem ég hafði fengið frá afa í fermingar- gjöf árið áður. Án þess að Júlía yrði nokkurs vör tók ég þrjár myndir af henni á símann og hraðaði mér burt. Ég veit að ég átti aldrei að taka þessar myndir. Þetta er það ömurlegasta sem ég hef gert og ég skil ekki hvað kom yf ir mig. Ég hefði líka átt að eyða myndunum strax. En ég sýndi Jóni Páli þær og hann sendi einhverjum strákum þær. Ég veit að þetta er allt saman mér að kenna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=