Smásagnarsmáræði

Gegnum eld og reyk - 57 Björn Bragi Arnarsson Þúsund orða virði Ég velti því fyrir mér hvort Júlía myndi einhvern tímann fyrirgefa mér, ef hún fengi að vita að þetta var allt mér að kenna. Ég get ekki fyrirgefið mér sjálfur. Að minnsta kosti hefur það ekki tekist fram að þessu, þótt það sé liðið meira en hálft ár. Ég sit inni í herbergi og stari á tölvuskjáinn. Þetta er langt frá því að vera fyrsta bréfið sem ég skrifa Júlíu, en ekkert bréfanna hefur ratað lengra en í ruslafötuna. Fyrirgefðu Júlía, ég veit ekki hvað ég var að hugsa. Þetta byrjaði allt eftir leikfimitíma í gamla íþróttahúsinu. Ég var að bíða eftir Jóni Páli vini mínum, sem var inni á skrif- stofu hjá íþróttakennaranum. Eflaust var hann að suða um að fá mætingu fyrir tíma sem hann hafði aldrei látið sjá sig í. Hann var ekki alveg sömu skoðunar og ég, að það væri einfaldara að mæta bara í tímana. Síðustu stelpurnar týndust út úr

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=