Smásagnarsmáræði
52 - Smásagnasmáræði mig. Ekkert er eins og það á að sér að vera, hvort sem er. Það verður aldrei eins. Í dag er ég ekki lengur barn. - - - Ég var bara ári eldri en þú þegar ég varð ólétt af þér, hvíslar mamma silkimjúkri röddu. Bara unglingsskjáta! Mig langar að segja eitthvað við því, segja eitthvað fallegt við hana, en veit ekki hvað, ég lyppast niður í fanginu hennar. Við þegjum saman, finnum hvernig pabbi minn – sem er samt ekki pabbi minn – klárar að pakka ofan í töskuna frá Benidorm. Hvernig hann lokar henni og gengur út. Lítur ekki til baka. Hann er farinn. Svona, svona, elskan, ekki gráta, grætur hún sjálf. Hann er ekki skilinn við dóttur sína. En ég er ekki alvöru dóttir hans, heyrum við báðar mig hugsa. Vatn skvettist framan í mig, vatnsyfirborðið hækkar og hækkar, öldur flæða yfir á sundlaugabakkann. Lítil stelpa öskrar. Allt er svo grænt og það grænkar og grænkar, ég fæ ofbirtu í augun. Getur það verið? Rúðurnar bresta í nístandi þögn: í sundlaugahúsinu, í turni sundlaugarvarðarins, í sán- unni. Allt brotnar hægt, hraðar, hratt, skyndilega er hávaðinn ærandi þegar þúsund glerbrot hrynja á stéttina, rétt áður en slímgræn flóðbylgja drekkur þau í sig. Gíraffarugguhestur dettur ofan á Sólrúnu og hún fálmar eftir Frikka sem leitar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=