Smásagnarsmáræði

Þú ert falleg! Mamma horfir á mig og strýkur á mér upp­ handlegginn. Fallega, fallega, stelpan mín, segir hún innilega, allt öðruvísi en þegar hún sagði að Sólrún væri sæt. Og áður en ég veit af er hún búin að knúsa mig. Um leið fer eitt- hvað af stað inni í mér: grjótskriða í maganum, snjóhríð í hausnum, flóð þrýstir á augnkúlurnar. Enginn er eins falleg og stelpan mín, bætir hún við og faðmar mig að sér svo nefið á mér fyllist af mildum sítrónuilmi. Það er alltaf góð lykt af henni. Mömmulykt. Mig langar ekki að vera vond út í hana, hún er líka leið, hún gerði mistök en þykist vera í lagi mín vegna. Mig langar bara að hugga hana eins og hún er vön að hugga mig. Hún kann nefnilega að hugga betur en allir, þó að hún geri mistök og brosi eins og geðsjúklingur. Nú koma brestir í flóðvarnargarðinn, vatn seytlar út um augnkrókana og vætlar niður á kinnar. Ég hugsa aldrei um mig sem fallega. Hún er falleg, ekki ég. Ég er eins og pabbi, segi ég alltaf við sjálfa mig. En auðvitað veit ég að það er ekki satt. Það er ekki líffræðilega hægt því mamma varð ólétt eftir annan mann tveimur árum áður en þau hittust. Þennan þarna sem býr í Bandaríkjunum og sendi mér jólakort þangað til ég var sex eða sjö ára. Flóðvarnargarðurinn brestur endanlega. - - - Sólrún og Frikki mega alveg sjá mig gráta. Allt í einu skiptir engu máli hvað þau halda um mig. Mér er sama hver sér Reiði - 51

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=