Smásagnarsmáræði

50 - Smásagnasmáræði úr skápnum spurði hann hvort ég væri nokkuð að verða veik. Frikki flissaði. Og ég líka, þegar ég áttaði mig loksins. En ég þorði samt ekki að líta á hann. Meikaði ekki einu sinni að tala við hann. Gáfuprik dauðans ég! Í staðinn fyrir að tala við hann dró ég Sólrúnu inn á klósett til að segja henni þetta. Sjáöldrin í henni stækkuðu meðan ég stundi upp úr mér hvað hefði gerst. Ég hefði átt að fatta hvað hún var að hugsa. Svo voru þau allt í einu farin að vanga. - - - Einn daginn skilurðu hvað ástarsorg er, sagði mamma á leið- inni hingað. Mig langaði að öskra á hana. Öskra að ég vissi það betur en hún sem hafði sært pabba inn að beini. Hún hafði engan rétt til að tala um ástarsorg. Vildi hún að ég vor- kenndi sér eða hvað? Ég sagði ekkert heldur leit út um gluggann og sá tvo hrafna slást um ryðgaða niðursuðudós. Þóttist ekki heyra þegar hún sagðist þurfa að fara í myndatöku hjá Nýju lífi síðar í dag, já að ég þyrfti að styðja sig því hún vissi hreinlega ekki hvernig hún ætti að komast í gegnum daginn. Vatnið gusast upp þegar smástelpa stekkur ofan í laugina. Vá, hún var næstum því búin að hoppa ofan á mig eins og ég væri gömul kerling að synda baksund. - - -

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=