Smásagnarsmáræði

Hæ Katla, segir Sólrún samanklemmdri röddu. Hún rennir sér ofan í sundlaugina og gengur hægt til okkar, klýfur vatns­ flötinn eins og hafmeyja. Ég kinka kolli, það hvarflar ekki að mér að lina samviskubitið hennar með því að heilsa væminni, falskri röddu. Hæ elskan, segir mamma. Þú verður að fyrirgefa hvað Katla er öfugsnúin í dag, við erum aðeins að finna út úr prívatmálunum heima. Já, ókei, segir Sólrún áhugalaus. Ég skil. Þú skilur ekki skít, hugsa ég og sting mér ofan í vatnið. Syndi í þögninni. Burt, burt, burt. - - - Sólrún veit að ég kyssti Frikka á skólaballinu. Eða, réttara sagt, hann kyssti mig. Inni á kennarastofu! Meðan við biðum eftir ritaranum sem tók saman geislaspilarann og diskasafnið og sá ekki einu sinni þegar hann bara kyssti mig allt í einu. Eins og bara ekkert væri sjálfsagðara. Ég stóð þarna, eld- heit og vandræðaleg og svo rauð að þegar ritarinn leit upp Reiði - 49

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=