Smásagnarsmáræði

48 - Smásagnasmáræði Mamma horfir ábúðarfull á mig, með brosið frosið á and- litinu. Meðan pabbi klárar að pakka ofan í töskuna sem við keyptum undir sólstrandafötin á leiðinni heim frá Benidorm í fyrra. Hann var búinn að taka hana til þegar við fórum. Hann leggur samanbrotna boli í hana, sokka, allar buxurnar sínar, peysurnar og bindin. Kannski líka uppáhaldsbækurnar sínar, já, kannski djassdiskana sína. Og nú brosir hún bara eins og geðsjúklingur. Sólrún horfir sem dáleidd á hana og brosir sjálf skínandi hvítu brosi, böðuð öllum litum regnbogans þegar sólargeislarnir byrja að leika í móðunni; hækkandi hitastig býr til þoku og snjókornin bráðna í volgu vatninu. Hún er eins og álfamey í huldulandi, enda hefur Frikki ekki af henni augun. Og Sólrún hefur ekki augun af mömmu, upp með sér yfir athyglinni. Hún dýrkar mömmu. Eins og allar stelpurnar í bekknum mínum. Allar stelpur í öllum ní- undu bekkjum landsins. Þær ættu bara að vita um 365 mis- tökin hennar, hallæriskærastann umboðsmanninn hennar. Á hverjum degi í heilt ár þóttist hún fara út að skokka til að hitta gúmmítöffara dauðans. Ég er spennufíkill, ég skal taka á þessu, vældi hún í nótt fyrir utan dyrnar hans pabba. En þá strax vissi ég að hann myndi fara. Að frá og með núna væri eitthvað búið, þetta eitthvað sem ég hef alltaf þekkt, þannig að hér eftir yrði allt öðruvísi en áður. Það gamla væri búið. Ekkert eftir, ekkert nema ég, tóm í tóminu. - - -

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=