Smásagnarsmáræði

er að forðast Sólrúnu. Og af hverju þykist hún vera svona hress? Maður má alveg vera í klessu þegar maðurinn manns er í þann mund að fara frá manni. Ég er ekki eins sæt og hún, því miður, en ég er sem betur fer líkari pabba í mér. Bara verst að strákar verða ekki skotnir í pabba mínum. Þeir verða skotnir í gellum eins og mömmu, já og Sólrúnu. Sæt- um, hressum gellum. Gellum sem eru ekki þunglyndar með spangir og músagráa rolluull á hausnum. Bara stelpum með fallegt mjúkt hár, hreina húð, hvítar, beinar tennur og kroppa eins og skautadrottningar. Frikki verður skotinn í þannig stelpum. Hann sér ekki sólina fyrir Sólrúnu. Pínlegt að ég var búin að segja henni að ég væri hrifin af honum, bara rétt áður en þau byrjuðu saman. Og nú langar mig bara að deyja. Týnast, hverfa, gufa upp.Mér datt bara ekki í hug að hún væri hrifin af honum. Það er svo stutt síðan hún var hrifin af allt öðrum gaur, Begga í tíunda bekk. Kannski tók hún bara eftir Frikka því ég sagðist vera skotin í honum. Eiginlega grunar mig það, svona við nánari umhugsun. Og þarna kemur hún, hjálp, hjálp, hjálp! Og hann horfir á okkur. Ekkert smá aug- ljóst að ég sé að forðast þau. Hún er ábyggilega búin að segja honum af hverju. Hún er svoooo sæt, hún Sólrún, mjálmar mamma. Brosir sínu blíðasta og biður mig að vera ekki svona snúna, þetta sé nógu erfitt fyrir sig án þess að ég bæti gráu ofan á svart. - - - Reiði - 47

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=