Smásagnarsmáræði
versta vinkonan. Ef ég væri hún myndi ég líka forðast mig. Þær mamma senda hvor annarri fingurkoss og Frikki flissar, skutlar sér yfir Sólrúnu svo þau detta og renna að risagíraff- anum með trambólínfæturna. Hann kyssir hana á munninn. Lengi. - - - Ætlarðu ekki að tala við þau? Mamma gaumgæfir mig og segir að Sólrún sé búin að reyna að heilsa mér drykklanga stund. Ýkjurnar í henni. Vá, hvað ég er ekki að nenna að vera hérna með henni. Í einhverjum fáránlegum allt-er-eins-og- það-á-að-vera-leik. Hún var ekkert að því, hreyti ég út úr mér. Hún heilsaði bara því þú stóðst þarna og veifaðir henni eins og bavíani. Þú þarft ekki að forðast vini þína þó að við pabbi þinn séum að skilja, segir hún ýkt skilningsrík á svip. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Hún er að djóka í mér. Ég nenni ekki einu sinni að reyna að leiðrétta misskilninginn. Hvernig getur hún alltaf skrum- skælt allt svona. Eins og allur heimurinn sé bara eftir hennar höfði og ekkert gerist nema það sem hún sjái. Henni kemur mitt líf ekki við. Hún ákvað að eiga sér annað líf en það sem hún átti með okkur pabba. Núna getur Frú Kokkteill bara verið þar og látið okkur í friði. Það er bara gott á hana að upp- lifa ástarsorg. Hún hefur ábyggilega aldrei gert það áður. Þó að hún sé sextán árum eldri en ég. Hún hefur alltaf bara verið Reiði - 45
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=