Smásagnarsmáræði

44 - Smásagnasmáræði burt, ekkert að pæla í hvað mér finnst um það. Hann er nú einu sinni pabbi minn! - - - Pabbi minn sem leiðir mig ennþá þegar við förum út að ganga með Snata og tölum um allt sem okkur finnst skemmtilegt. Fótbolta, tónlist, öll ferðalögin sem okkur langar í, bíómyndir, allt þetta sem við höfum alltaf spjallað um. Hann kenndi mér að spila fótbolta þegar ég var pínulítil og við spilum ennþá fótbolta á laugardögum úti í garði. Hvað verður nú um það? Getum við aldrei framar setið saman á kvöldin og skipst á tónlist í tölvunni. Eða skoðað öll löndin í heiminum á Net- inu? Hann á eftir að sakna þess jafnmikið og ég. Pottþétt meira. Hann sem er alltaf svo blíður á svipinn og hlær lágt þegar við sjáum eitthvað sniðugt í tölvunni eða þegar ég segi eitthvað fyndið. Þá kallar hann mig litlu fröken Gáfnaprik. En þegar hann kennir mér eitthvað hlær hann ekki heldur brosir með augunum svo þau verða meira mógræn en brún. Pabbi segir aldrei margt, hann heldur því fram að það sé vegna þess að hann er hljóðmaður, hann kunni því betur að taka upp spjall annarra en taka þátt í því. Sjitt! Mamma er ennþá að gala eitthvað á Sólrúnu sem gónir skælbrosandi á hana, augsýnilega ekki alveg jafnspennt fyrir því að tala við mig. Ekkert smá skrýtið þegar elsta og besta vinkona manns er allt í einu orðin ókunnug. Eða réttara sagt: besta-en-núna-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=