Smásagnarsmáræði

Hann kann að grínast að henni. Hann veit manna best hvernig hún er stundum miklu meira eins og stelpa en mamma. Hann hlær að því og biður mig að líta eftir vandræðagripnum.Mamma segir að það sé einmitt vandamálið, hún sé hún, enginn vand- ræðagripur. Einmitt – eða þannig! Og þá kyssir hann hana og segir að hún sé að minnsta kosti skemmtilegasti vand- ræðagripurinn sem hann þekki. Þó að hún hafi klesst bílinn, farið yfir á kortinu, gleymt mér í Kringlunni, stungið af til Parísar með vinkonu sinni yfir jólin, gefið fötin hans í Rauða krossinn, setið næstum nakin fyrir í þúsund tímaritum, verið burtu mánuðum saman í bíómyndatökum, lánað Lalla Jones vídeótækið okkar eftir nokkra kokkteila og drukkið alltof mikið af kokkteilum. Hún hélt áfram að vera skemmtilegasti vandræðagripurinn þangað til hún hitti annan mann 365 sinnum, eins og við værum ekki til. Við sem áttum ekki að komast að því. En því miður fyrir hana fannst manninum hún líka svo skemmtilegur vandræðagripur að hann sagði pabba allt saman í von um að hún myndi flytja til sín. Rugludall­ ur. Asnalegur, sköllóttur sláni með krakkaandlit, kúlunebba og útstæð bambaaugu. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum, bæði á skrifstofunni hans og á tökustað með mömmu, enda er hann umboðsmaðurinn hennar og fylgir stjörnunni sinni allt, mér fannst hann skemmtilegur þegar ég var lítil og vitlaus, nú veit ég að hann er bara smeðjulegur. Og nú ætlar hún ekki einu sinni að vera með honum. Til hvers var hún þá eiginlega að gera þetta? Búin að fæla pabba Reiði - 43

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=